Reviews tagging 'Addiction'

Merkintä by Fríða Ísberg

1 review

atlas_shruggs's review against another edition

Go to review page

challenging dark informative reflective slow-paced
  • Plot- or character-driven? Character
  • Strong character development? Yes
  • Loveable characters? No
  • Diverse cast of characters? No
  • Flaws of characters a main focus? Yes

3.0

Merking er ekki eins og nein önnur bók sem ég hef lesið á ævi minni. Í stuttu máli fjallar hún um íslenskt samfélag þar sem fólk fer í samkenndarpróf og er í raun metið út frá því, en sagan fer svo miklu dýpra en bara það. 
Sagan fylgir aðallega fjórum persónum sem eru allar mjög ólíkar og með ólíkar afstöður til merkingarinnar. Fyrst ertu með Vetur, ungan siðfræðing sem vinnur sem samfélagsfræðikennari og er að kljást við PTS eftir að fyrrverandi kærastinn hennar sat fyrir henni. Hún notar merkt hverfi sem einskonar verndarskjól, en er stöðugt hrædd um að hann muni finna hana. 
Svo er það Eyja, sem er líklegast siðblind. Hún er harðneskjuleg manneskja sem notar siðleysi sitt sér til forskots og lýgur upp á alla í kringum sig. 
Óli er meðlimur í SÁL, stofnununni sem er að ýta á eftir merkingarskildu, en hann sjálfur er með allt niðrum sig, í endalausum ótsættum við konuna sína. 
Tristan er síðasta persónan sem við kynnumst, ungur maður háður eiturlyfjum sem neyðist til að stela til að geta lifað af. 
Fríða Ísberg fer svo djúpt ofan í hverja persónu fyrir sig, þær eru svo raunverulegar og áþreifanlegar. 
Mér fannst sérstaklega flott hvernig Fríða notar mismunandi skrifstýl fyrir hverja persónu, sem virkilega aðgreinir þær og gerir þær enn athyglisverðari. 
Hinsvegar var þessi bók ekki alveg fyrir mig, ég fílaði distópíuna en fyrir utan það er ég iðulega ekki hrifin af bókum sem einblýna svona mikið á íslenskt samfélag. Ég get samt alveg hugsað mér að lesa eitthvað eftir Fríðu aftur. 

Expand filter menu Content Warnings
More...