A review by stinajohanns
Þýska húsið by Arnaldur Indriðason

3.0

Bókin er lipurlega skrifuð og gefur án efa nokkuð raunsanna mynd af þessu tímabili í sögu Íslands. Mér finnst meginpersónurnar tvær, Flóvent og Thorson, ágætar þótt maður fái svo sem ekki að kynnast þeim náið - ekki eins og Erlendi. Og ég get vel hugsað mér að lesa meira um þessa tvo. Sérstaklega ef maður fær að átta sig aðeins betur á þeim. En þar með eru upptaldar þær persónur sem manni líkar og hefur samúð með. Arnaldi tekst eiginlega of vel upp við að gera persónurnar óþolandi. Ég efast ekkert um að hann hafi ætlað að hafa þær óþolandi, en það var bara aðeins of mikið af löngum og tilgangslausum yfirheyrslum í bókinni þar sem viðmælendur bregðast hinir verstu við öllu og neita helst að svara. Í hvert skipti sem Rúdolf var yfirheyrður langaði mig að enda bókinni frá mér (nema ég var með hljóðbók og ég vildi ekki henda iPodnum). En sagan er að mörgu leiti áhugaverð eins og yfirleitt er í bókum Arnaldar en ég hef ekki enn lesið bók án Erlends sem er eins góð og bækurnar með Erlendi.