A review by stinajohanns
Stormboði by Maria Adolfsson

4.0

Ég hafði ótrúlega gaman af þessari bók og ég held að það sé þessi ímyndaði eyjaklasi Doggerland sem er stærsta ástæðan. Það er eitthvað svo gaman að kynnast fólkinu, menningunni og öllu hinu á Doggerland og ég er viss um að höfundi hefur þótt ótrúlega skemmtilegt að búa þetta til. Mér finnst persónurnar í bókinni áhugaverðar og ég sá ekki plottið fyrir. Það er nóg fyrir mig. Ég gef þessari bók fjórar stjörnur rétt eins og bók Stefan Zweig, Veröld sem var, sem ég var líka að klára að lesa (er alltaf með eina bók á náttborðinu og aðra sem hljóðbók) en það þýðir ekki að ég telji þetta endilega jafngóðar bækur - en mér finnst þær álíka góðar innan þess flokks sem þær tilheyra. Stjörnugjöf er flókin.