A review by ejg92
Suðurglugginn by Gyrðir Elíasson

4.0

Virkilega fín bók. Fyrsti þriðjungurinn er alveg sérstaklega léttleikandi og húmorískur. Þar kemur líka smá á óvart hvað tilvísanirnar eru almennar og þar er líka að finna súra orðabrandara. Margt í þeirri umgjörð sem kom mér á óvart að rekast á í bók eftir Gyrði. Aðalsöguhetjan - hvumpinn og einrænn karl - kom mér svo bara alls ekkert á óvart. Og það er vel.