A review by stinajohanns
Ungfrú Ísland by Auður Ava Ólafsdóttir

4.0

Mér hefur almennt fundist bækur Auðar Övu góðar en þessi var jafnvel enn betri. Það var eitthvað í stílnum sem fékk mig til að hugsa um Laxness og þó skrifa þau á engan hátt eins. Ég held að það sem var svipað hafi frekar verið tilfinningarnar sem stíll þeirra vakir hjá mér. Ákveðin aðdáun yfir því að fólk geti skrifað svona. Sagan er líka sterk og endirinn í raun bæði sorglegur og sjokkerandi en samt einhvern veginn svo við hæfi. Tíðarandanum var almennt lýst ótrúlega vel og þótt ég hafi ekki verið fædd 1963 þá fannst mér ég beinlínis vera þarna; tilvísanirnar í alls kyns hluti, tónlist og menningu voru einfaldlega það ljóslifandi. Bókin er tiltölulega stutt en hnitmiðuð og segir allt sem segja þarf.