A review by heralind
Kafka on the Shore by Haruki Murakami

4.0

Þessa bók keypti ég fyrir ca 2 árum en ég byrjaði ekki á henni fyrr en ári seinna, því ég að bíða eftir „fullkomna augnablikinu” eða eh álíka. Hefði bara átt að byrja á henni strax því það tók mig asnalega langan tíma að komast í gegnum hana.

Mér þykir vænt um hana…ekki vegna þess að mér fannst hún góð, heldur vegna þess að mér tókst að dröslast með hana með mér til barcelona á tónlistarhátíð, á listasmiðju á seyðisfirði, í fjölskylduferð til kanarí eyja, í skiptinám til kaupmannahafnar og aftur heim til íslands, því ég var svooo ákveðin að vilja klára hana. Svo samdi ég líka lag um þessa bók en það er allt annað mál.

Hún er mjög skrýtin og jafnvel þótt hún sé spennandi er ég er ekki svo viss um að ég myndi mæla með henni. En ég gef henni 4 stjörnur fyrir að vera plássfrek í töskunni minni.